SKÁLDSAGA

Hækkandi stjarna

Sagan Hækkandi stjarna er ein af þremur sögulegu skáldsögum Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar) þar sem hann sækir efniviðinn í sömu íslensku ættina. Hinar sögurnar eru Veislan á Grund og Söngva-Borga. Sögurnar eru þó allar sjálfstæðar og gerast á mismunandi tímum. Í Hækkandi stjörnu segir frá systkinunum Kristínu og Þorleifi en þau voru börn Björns Einarssonar Jórsalafara og Sólveigar Þorsteinsdóttur konu hans. Fylgir hann í öllum stærstu dráttum því sem vitað er um afdrif þeirra en skáldar í eyðurnar. Björn Jórsalafari (d. 1415) var íslenskur höfðingi á 14. og 15. öld og einn auðugasti maður landsins. Hann var um tíma sýslumaður og umboðsmaður hirðstjóra. Bjó hann í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Björn var einn víðförlasti Íslendingur um sína daga og fóru hann og kona hans meðal annars Rómar, Feneyja og síðar til Jerúsalem (Jórsala) sem var ekki á færi allra. Í lok bókarinnar er stuttur kafli um Kristínu dóttur þeirra Björns af Wikipedia vefnum sem gaman er að lesa eftir að hafa lesið sjálfa söguna.


HÖFUNDUR:
Jón Trausti
ÚTGEFIÐ:
2011
BLAÐSÍÐUR:
bls. 130

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :